Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 21. apríl 2021 18:36
Brynjar Ingi Erluson
Grikkland: Ögmundur hélt hreinu í fyrsta deildarleiknum
Mynd: Getty Images
Íslenski landsliðsmarkvörðurinn Ögmundur Kristinsson stóð vaktina í markinu hjá Olympiakos sem vann Asteras Tripolis 1-0 í grísku úrvalsdeildinni í dag.

Olympiakos varð meistari fyrir tæplega tveimur vikum er sjö umferðir voru eftir af deildinni en deildin er nú skipt í tvo hluta, fallbarátturiðilinn og meistarariðilinn.

Ögmundur hefur hingað til aðeins fengið tækifæri í bikarnum en hann spilaði fyrsta deildarleikinn í dag.

Hann hélt hreinu í 1-0 sigri á Asteras Tripolis en hann tók sæti Jose Sá í markinu.

Olympiakos er í efsta sæti deildarinnar með 79 stig þegar fimm leikir eru eftir af deildinni.

Sverrir Ingi Ingason var ekki með PAOK er liðið vann Aris 1-0. PAOK er í 2. sæti deildarinnar með 57 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner