Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 21. apríl 2021 19:48
Brynjar Ingi Erluson
Mason yngsti stjórinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar
Ryan Mason stýrði Tottenham til sigurs í fyrsta leiknum
Ryan Mason stýrði Tottenham til sigurs í fyrsta leiknum
Mynd: EPA
Ryan Mason varð í kvöld yngsti knattspyrnustjórinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar er hann stýrði Tottenham Hotspur í 2-1 sigrinum á Southampton.

Mason stýrir Tottenham út þessa leiktíð eftir að Jose Mourinho var rekinn frá félaginu á mánudag.

Englendingurinn átti ágætis knattspyrnuferil en fékk þungt höfuðhögg í leik gegn Chelsea árið 2017 eftir skallaeinvígi við Gary Cahill.

Ári síðar lagði hann skóna á hilluna og ákvað að snúa sér að þjálfun en hann hefur þjálfað yngri lið Tottenham undanfarin ár og fékk svo loks kallið hjá aðalliðinu á mánudag.

Mason, sem er aðeins 29 ára gamall, er yngsti stjórinn í sögu deildarinnar en Attilio Lambardo átti metið. Lambardo var 32 ára og 67 daga gamall þegar hann stýrði Crystal Palace árið 1998.
Athugasemdir
banner
banner
banner