Bryne hefur mikil tengsl við landbúnaðastarfsemi í nágrenninu og veitir besta leikmanni sínum áhugaverð verðlaun eftir hvern leik.
Bryne sigraði 3-1 gegn Haugesund er liðin mættust í efstu deild norska boltans í dag.
Þetta voru fyrstu stig Bryne á nýju tímabili og er liðið því með þrjú stig eftir þrjár umferðir en verðlaunin sem félagið veitir fyrir besta leikmann vallarins eftir hvern leik hafa vakið mikla athygli.
Sá fékk lifandi lamb að launum eftir lokaflautið í dag en þarf ekki að taka það með sér heim, heldur fær lambið að vaxa og dafna í fjöllunum í innri Ryfylke áður en því verður slátrað í haust.
Leikmaðurinn fær því lambakjötið tilbúið frá slátrara eftir um hálft ár.
Fyrr á tímabilinu fékk besti leikmaður vallarins í leik hjá Bryne fjóra eggjapakka í verðlaun eftir leik í norska boltanum og í síðustu viku var það heilt svín - slátrað og tilbúið til matreiðslu.
Athugasemdir