Liverpool og Man Utd á eftir Simons - Sancho áfram hjá Chelsea - Real Madrid hefur áhuga á Rodri
   mán 21. apríl 2025 12:01
Brynjar Ingi Erluson
Greenwood einu marki frá því að jafna Drogba
Mynd: EPA
Enski sóknarmaðurinn Mason Greenwood skoraði tvennu fyrir Marseille um helgina og færist hann nú nær markameti.

Greenwood skoraði tvö mörk í 5-1 sigri Marseille á Montpellier um helgina og styrkti þannig stöðu í baráttu um Meistaradeildarsæti fyrir næstu leiktíð.

Þetta er fyrsta tímabil Englendingsins hjá Marseille en hann var keyptur frá Manchester United síðasta haust.

Englendingurinn hefur verið gagnrýndur af stuðningsmönnum sem vilja hann burt og það þrátt fyrir að hann sé markahæsti leikmaður liðsins á leiktíðinni.

Greenwood, sem er 23 ára gamall, er kominn með 18 deildarmörk fyrir Marseille. Þegar metið er skoðað yfir þá leikmenn sem skoruðu flest mörk á fyrsta tímabilinu með Marseille er Greenwood í 3. sæti, aðeins einu marki á eftir Fílabeinsstrendingnum Didier Drogba sem gerði 19 mörk á sínu fyrsta tímabili.

Bafetimbi Gomis á metið en hann skoraði 20 mörk tímabilið 2016-2017.

Greenwood hefur fjóra leiki til þess að jafna og bæta metið, en Marseille á eftir að mæta Brest, Lille, Le Havre og Rennes.


Athugasemdir
banner
banner