Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fös 21. maí 2021 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ekki nóg að setja á sig rauðan varalit og fara í einhvern kjól"
Gekk ekki alveg upp í fyrra
Gekk ekki alveg upp í fyrra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur vann einungis þrjá leiki á síðasta tímabili, gerði átta jafntefli og náði í sautján stig á töfluna. Með sigrinum á Breiðabliki síðasta sunnudag náði liðið í sinn þriðja sigur í ár og er liðið með tíu stig eftir fyrstu fjórar umferðirnar.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, stefndi mjög hátt á síðasta tímabili, stefndi á sjálfan toppinn. Það gekk aldeilis ekki. Arnar var spurður út í þetta í viðtali eftir leikinn gegn Breiðabliki.

„Þetta var skrítið tímabil í fyrra, ég hef það á tilfinningunni að leikmenn skuldi eitthvað, fullt af leikjum í fyrra sem voru engin hörmung en þá gekk ekkert upp, við gerum átta jafntefli. Menn slípuðu sig vel saman í vetur en það eru bara fjórir leikir búnir núna og menn verða vera fljótir niður á jörðina og halda sama focus leveli áfram," sagði Arnar við Arnar Laufdal Arnarsson.

Finnuru einhvern sérstakan mun á liðinu núna frá því í fyrra?

„Já, við erum meira lið, miklu meira lið. Mögulega vorum við með betri einstaklinga í fyrra en nú erum við miklu meira lið. Við erum búnir að vinna mikið í varnarleiknum, eitthvað sem okkur skorti."

„Ég þurfti líka að taka til hjá mér líka. Það er ekki nóg að setja á sig rauðan varalit og fara í einhvern kjól og halda að allt hafi verið í lagi í fyrra, að við vorum rosalega óheppnir í fyrra. Við þurftum virkilega að taka til í öllum okkar leik og rýna hann frá A-Ö, finna það sem fór úrskeiðis og reyna laga það,"
sagði Arnar. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.

Víkingur mætir KA í toppslag í dag.

Sjá einnig:
Arnar Gunnlaugs: Finn það núna að ég gerði mistök í aðdraganda mótsins (1. okt '20)
„Held ég hafi aldrei eytt jafnmiklum tíma í að greina neitt einasta lið"
Arnar Gunnlaugs: Hrós á KA fyrir að taka þessa ákvörðun
Arnar: Eitt það besta sem liðið hefur sýnt undir minni stjórn
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner