Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 21. maí 2021 18:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ótrúlegar hlaupatölur Leeds
Mynd: Getty Images
Leeds er tæknilega séð enn í möguleika á að ná Evrópusæti fyrir lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar þó það verði erfitt að sökum markatölu.

Leeds er að klára sitt fyrsta tímabil í ensku úrvalsdeildinni frá 2003/04 tímabilinu.

Undir stjórn Marcelo Bielsa hefur Leeds spilað mjög skemmtilegan fótbolta en hann leggur miklar kröfur á að menn hlaupi.

The Athletic birtir mjög athyglisverða tölfræði úr ensku úrvalsdeildinni frá þessu tímabili. „Það vita allir að Leeds hleypur mikið. Það er eins og að segja að vatn sé blautt," segir í greininni.

Leeds hleypur ekki bara mikið, þeir hlaupa af meiri ákafa en önnur lið. Hér að neðan má sjá tölfræðimynd yfir spretti í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu. Leikmenn Leeds „spretta" lengri vegalengdir og oftar í leik en önnur lið. Munurinn er ekki lítill eins og sjá má á myndinni.


Athugasemdir
banner
banner
banner