Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 21. maí 2022 16:08
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lengjudeildin: Þróttur Vogum komið á blað
Tufa í baráttunni
Tufa í baráttunni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þróttur V. 1 - 1 Vestri
0-1 Vladimir Tufegdzic ('62 , víti)
1-1 Andrew James Pew ('68 )

Lestu um leikinn


Þróttur Vogum og Vestri áttust við á Vogaídýfuvellinum í lokaleik þriðju umferðarinnar í Lengjudeildinni í dag.

Fyrir leikinn voru nýliðar Þróttar án stiga en Vestri með þrjú stig. Það var mikið tempo í upphafi leiks og sótt á bæði mörkin. Fyrsta alvöru færið kom eftir rúmlega 10 mínútna leik.

Þá átti Pablo Gállego Lardies skot sem fór framhjá Marvin Darra í marki Vestra en Oliver Kelaart liðsmaður Pablo stóð á línunni og fékk boltann í sig og bjargaði því Vestra.

Vladimir Tufegdzic var nálægt því að koma gestunum yfir þegar skammt var til hálfleiks en Rafal rétt náði að bjarga því að boltinn læki í netið. 

Það var markalaust í hálfleik en eftir rúmlega klukkutíma leik fengu Vestra menn víti. Vladimir steig á punktinn og skoraði að öryggi. Aðeins sex mínútum síðar höfðu Þróttarar jafnað metin.

Andy Pew átti þá skallann eftir hornspyrnu í stöngina og inn. 1-1 lokatölur og eru því nýliðarnir komnir á blað og Vestri með fjögur stig eftir fyrstu þrjá leikina.


Athugasemdir
banner
banner
banner