Logi Ólafsson er ekki lengur þjálfari FH en félagið hefur staðfest þetta. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net gekk Ólafur Jóhannesson inn í Kaplakrika rétt í þessu og er væntanlega á leið í viðræður við félagið.
Í tilkynningu frá FH segir að sameiginleg niðurstaða hafi fengist um starfslok Loga hjá FH.
Í tilkynningu frá FH segir að sameiginleg niðurstaða hafi fengist um starfslok Loga hjá FH.
Tilkynning FH:
FH og Logi Ólafsson hafa komist að sameiginlegri niðurstöðu um starfslok Loga hjá FH. Logi tók við FH liðinu um mitt síðasta tímabil og undir hans stjórn endaði liðið í 2. sæti deildarinnar ásamt því að komast í undanúrslit bikarkeppninnar. Stjórn knattspyrnudeildar þakkar honum vel unnin störf í gegnum tíðina og óskar honum velfarnaðar.

Illa hefur gengið hjá FH-ingum, þeir eru án sigurs í síðustu fjórum leikjum í Pepsi Max-deildinni og hafa tapað þremur af þeim. Liðið situr í sjötta sæti.
Ólafur Jóhannesson, sem er 63 ára, þjálfaði FH 1988-1990 og 2003-2007. Undir hans stjórn varð FH Íslandsmeistari þrjú ár í röð 2004-2006 og þá vann liðið bikarkeppnina 2007.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir