Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 21. júlí 2021 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Milan vill halda áfram viðræðunum við Man Utd
Diogo Dalot.
Diogo Dalot.
Mynd: Getty Images
AC Milan er með það í áformum sínum að halda áfram viðræðum við Manchester United um Diogo Dalot.

Dalot er bakvörður sem Milan var með á láni frá United á síðustu leiktíð.

Portúgalinn spilaði 33 leiki með Milan, skoraði tvö mörk og lagði upp þrjú.

Dalot er sagður vilja fara aftur til Milan en United vill fá á bilinu fjórar til fimm miljónir punda frá Milan fyrir að lána hann út í eitt ár.

Einnig hefur verið rætt um að Milan geti svo keypt Dalot eftir lánssamninginn.

Dalot er 22 ára gamall og kom til United frá Porto sumarið 2018. Hann hefur spilað tuttugu deildarleiki fyrir United frá komu sinni til félagsins og fimmtán leiki í öðrum keppnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner