Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 21. júlí 2022 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Andri Fannar, Ari Steinn og Fannar Orri í Víði (Staðfest)
Ari Steinn í leik með Keflavík
Ari Steinn í leik með Keflavík
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víðir sem leikur í 3. deildinni hefur heldur betur styrkt sig í júlíglugganum.

Þrír leikmenn hafa bæst í hópinn en Andri Fannar Freysson kom frá Njarðvík og hefur þegar leikið sjö leiki með Víði, hann leikur sem miðjumaður.

Fannar Orri Sævarsson gekk til liðs við félagið frá Reyni Sandgerði en hann er 24 ára gamall varnarmaður. Hann kannast vel við sig hjá Víði en hann á að baki 71 leik fyrir félagið á árunum 2018-2020 og skoraði í þeim 5 mörk.

Annar fyrrum Víðismaður er mættur aftur en Ari Steinn Guðmundsson er 25 ára gamall sóknarmaður sem kemur á láni frá Keflavík. Hann lék 14 leiki á síðustu leiktíð með Keflavík og kom við sögu í tveimur leikjum í sumar.

Hann spilaði 60 leiki fyrir Víði á árunum 2017-2019 og skoraði í þeim 24 mörk. Víðir er í 2. sæti í þriðju deild með jafn mörg stig og KFG sem situr á toppnum.


Athugasemdir
banner
banner
banner