Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. júlí 2022 23:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Mane bestur í Afríku - Hafði betur gegn Salah og Mendy
Mynd: EPA
Besti leikmaður Afríku á síðustu leiktíð var valinn í dag en það var Sadio Mane landsliðsmaður Senegal og þáverandi leikmaður Liverpool.

Mane hafði betur gegn Mo Salah leikmanni Egyptalands og Liverpool og landa sínum Edouard Mendy markverði Chelsea.

Mane sem gekk til liðs við Bayern Munchen frá Liverpool í sumar varð Afríkumeistari með Senegal í vetur og vann deildarbikarinn og FA bikarinn með Liverpool. Þá varð Liverpool í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og tapaði í úrslitum Meistaradeildarinnar gegn Real Madrid.

Mane er þrítugur en hann gekk til liðs við Liverpool frá Southampton árið 2016. Hann skoraði sitt fyrsta mark í búningi Bayern í gær þegar hann skoraði úr vítaspyrnu gegn DC United í æfingaleik.


Athugasemdir
banner
banner