Í september 2020 hefði ferill Kyle Walker geta breyst talsvert. Í grein ManchesterEveningNews segir að þegar hann gekk af Laugardalsvelli hefði hann haldið að ferill sinn með landsliðinu væri búinn. Walker var þá að spila sinn 49. landsleik. MEN fjallaði um þetta fyrir úrslitaleik EM síðasta sunnudag.
Walker fékk heimskulegt rautt spjald, fékk seinna gula spjaldið sitt í leiknum á 70. mínútu í stöðunni 0-0. Ísland og England voru að spila í Þjóðadeildinni og áhorfendabann var á vellinum vegn heimsfaraldursins.
Walker fékk heimskulegt rautt spjald, fékk seinna gula spjaldið sitt í leiknum á 70. mínútu í stöðunni 0-0. Ísland og England voru að spila í Þjóðadeildinni og áhorfendabann var á vellinum vegn heimsfaraldursins.
„ANNAÐ GULA OG ÞAR MEÐ RAUTT! AFAR KJÁNALEGT AF WALKER! Hendir sér í tæklingu á miðjum velli og fær að líta sitt annað gula spjald," skrifaði Elvar Geir Magnússon í textalýsingu frá leiknum.
Walker bjóst við alvarlegu samtali við landsliðsþjálfarann Gareth Southgate eftir leik. Kieran Trippier, Reece James og Trent Alexander-Arnold voru allir að banka fast á byrjunarliðssæti og Walker var þarna að opna leiðina fyrir þá.
Hjá Manchester City var Walker í samkeppni við Joao Cancelo sem gat leyst inn á miðjuna úr hægri bakverðinum, eitthvað sem Pep Guardiola var mjög hrifinn af.
En Walker var ekki á þeim buxunum að vorkenna sjálfum sér of lengi og gaf sjálfum sér loforð. Það kannski hjálpaði að enska liðið náði að landa sigri á Laugardalsvelli eftir dramatískar lokamínútur.
„Ég horfði á viðtalið mitt eftir leik og fannst ég vera gefast upp. Ég hugsaði að ég gæti ekki hagað mér svona. Þegar ég er tilbúinn að segja að ég sé búinn, þá mun ég segja að ég sé búinn. Ég get ekki látið einhvern annan um að leggja skóna á hilluna fyrir mig. Ég ætla að láta þann sem tekur ákvarðanir þurfa að velja mig," sagði Walker í viðtali tveimur árum eftir leikinn.
Fjórum árum síðar er Walker ennþá algjör lykilmaður, bæði hjá enska landsliðinu og hjá Manchester City. Walker er sennilega fyrsti kostur á blað í ensku vörnina.
Hann var reyndar á bekknum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2023 og íhugaði hann á þeim tíma alvarlega að fara til Bayern Munchen, en ekkert varð svo úr því og hlutverkið verið stórt hjá City síðan. Hann er 34 ára og er samningsbundinn City fram á sumarið 2026.
Walker setti hausinn upp eftir úrslitaleikinn í Istanbúl og fékk fyrirliðabandið hjá City. Hann er einn allra besti varnarmaður heims og er á topplistum yfir bestu hægri bakverði allra tíma. Hann er varafyrirliði enska landsliðins og hefur spilað 41 landsleik frá leiknum á Laugardalsvelli, alls 90 landsleiki.
Athugasemdir