Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 21. ágúst 2019 12:00
Magnús Már Einarsson
Ísak Bergmann gæti spilað fyrsta leik með aðalliði Norrköping
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Mynd: Getty Images
Ísak Bergmann Jóhannesson gæti spilað sinn fyrsta leik með Norrköping þegar liðið mætir IFK Timrå í sænska bikarnum í kvöld.

Hinn 16 ára gamli Ísak kom til Norrköping síðastliðinn vetur frá ÍA.

Ísak gæti fengið sitt fyrsta tækifæri með aðalliði sænska félagsins í kvöld en hann er í 17 manna hóp fyrir leikinn.

Guðmundur Þórarinsson fær hvíld en hann er ekki í hópnum að þessu sinni.

Ísak hefur verið lykilmaður í U17 ára landsliði Íslands en í gær var hann valinn í æfingahóp hjá U19 ára landsliðinu fyrir undankeppni EM í haust.

Athugasemdir
banner
banner