Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mið 21. ágúst 2019 10:26
Elvar Geir Magnússon
Of mikil mengun þar sem Beckham hyggst reisa leikvanginn
Gleðin var ekki svona mikil hjá Beckham þegar hann heyrði af þessum fréttum.
Gleðin var ekki svona mikil hjá Beckham þegar hann heyrði af þessum fréttum.
Mynd: Getty Images
Mengun á því svæði sem bandaríska MLS-félagið Inter Miami hyggst reisa leikvang sinn er vel yfir heilsuverndarmörkum. Ný rannsókn hefur leitt þetta í ljós en golfvelli á svæðinu hefur verið lokað tímabundið eftir tíðindin.

David Beckham er eigandi Inter Miami en á umræddu svæði átti ekki bara að byggja leikvanginn heldur einnig verslunarmiðstöð og hótel.

Francis Suarez, borgarstjóri í Miami, segir að þessar fréttir skapi miklar áhyggjur.

Ástæða mengunarinnar er að þarna hefur eiturefnaúrgangur verið losaður um langt skeið. Of mikið arsenik er í jarðveginum en það getur til langs tíma kallað fram veikindi og skinnvandamál hjá fólki, krabbamein og hjartasjúkdóma.

David Beckham og hans fólk þarf mögulega að finna annan stað fyrir fyrirhugaðan leikvang fyrir hið nýstofnaða Inter Miami. Liðið á að hefja keppni í MLS 2020 og mun til að byrja með spila á 18 þúsund manna leikvangi í Fort Lauderdale.
Athugasemdir
banner
banner
banner