Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 21. september 2020 12:30
Magnús Már Einarsson
Lamptey slær í gegn - Chelsea ekki með klásúlu
Mynd: Getty Images
Tariq Lamptey, hægri bakvörður Brighton, hefur verið maður leiksins í fyrstu tveimur leikjum liðsins á tímabilinu og frammistaða hans hefur hrifið marga.

Lamptey er einungis 19 ára gamall en Brighton keypti hann frá Chelsea á þrjár milljónir punda í janúar.

Lamptey spilaði sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni með Chelsea gegn Arsenal í desember í fyrra en Frank Lampard ákvað síðan að selja hann.

Arsenal, Wolves, Leeds, Rangers og Lille vildu fá Lamptey í janúar en hann valdi Brighton.

Samkvæmt frétt The Athletic í dag er Chelsea ekki með klásúlu um að geta keypt leikmanninn aftur í sínar raðir fyrir ákveðna upphæð. Hins vegar fær Chelsea prósentu af næstu sölu.

Lamptey er sjálfur að skoða landsliðsmál sín þessa dagana en hann getur spilað fyrir enska landsliðið eða landslið Gana, þaðan sem foreldrar hans er.

Sjá einnig:
Segir engin takmörk fyrir því hversu langt Lamptey getur náð
Athugasemdir
banner
banner