Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 20. september 2020 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir engin takmörk fyrir því hversu langt Lamptey getur náð
Lamptey í leik gegn Chelsea.
Lamptey í leik gegn Chelsea.
Mynd: Getty Images
Hægri bakvörðurinn Tariq Lamptey hefur farið býsna vel af stað í ensku úrvalsdeildinni.

Brighton vann 3-0 útisigur gegn Newcastle í dag. Neal Maupay skoraði tvö af mörkum Brighton og hann hrósaði hinum 19 ára gamla Lamptey.

„Hann var alls staðar. Þessi strákur er með engin takmörk," sagði Maupay.

Lesendur BBC hafa valið Lamptey mann leiksins í fyrstu tveimur leikjum tímabilsins, gegn Chelsea og Newcastle.

Í grein BBC er skrifað vel um þennan efnilega leikmann. „Þrátt fyrir að vera ungur að árum og ekki sá stærsti líkamlega, þá er hann mjög sterkur varnarlega. Það, ásamt hraða og að vera góður á boltann, gerir hann sterkan á báðum endum vallarins."

Allan Saint-Maximin komst ekkert áleiðis gegn Lamptey í dag og þetta er leikmaður sem Chelsea gæti klárlega séð eftir að hafa misst. Hann fór til Brighton síðasta janúar í leit að meiri spiltíma.

Lamptey er einn af fjölmörgum góðum hægri bakvörðum sem England á. Hann gæti einnig valið að spila fyrir landslið Gana ef hann vill það.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner