Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   þri 21. september 2021 17:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sóknartríó Hollands gegn Íslandi er ógnvænlegt
Icelandair
Lieke Mertens, kantmaður Evrópumeistara Barcelona.
Lieke Mertens, kantmaður Evrópumeistara Barcelona.
Mynd: Getty Images
Ísland mætir ríkjandi Evrópumeisturum Hollands í fyrsta leik sínum í undankeppni HM á Laugardalsvelli í kvöld.

Það er alveg ljóst að þetta verður gífurlega erfiður leikur fyrir íslenska liðið.

Í byrjunarliði Hollands er markadrottningin Vivianne Miedema, sem spilar með Arsenal á Englandi. Hún hefur skorað 84 mörk í 101 landsleik.

Við hlið hennar fremst á vellinum eru ekki síðri leikmenn; Lieke Mertens, kantmaður Barcelona, og Daniëlle van de Donk, kantmaður Lyon í Frakklandi.

Hollenska liðið er í raun bara skipað frábærum leikmönnum en þessar þrjár fremstu eru þeirra helstu stjörnur.

Byrjunarlið Hollands:
1. Sari van Veenendaal (M) (PSV)
2. Aniek Nouwen (Chelsea)
3. Stefanie van der Gragt (Ajax)
6. Jill Roord (Wolfsburg)
8. Sherida Spitse (Ajax)
9. Vivianne Miedema (Arsenal)
10. Danielle van de Donk (Lyon)
11. Lieke Mertens (Barcelona)
14. Jackie Groenen (Man Utd)
18. Sisca Folkertsma (Bordeaux)
20. Dominique Janssen (Wolfsburg)

Byrjunarlið Íslands:
Byrjunarlið Íslands: Guðný í hægri bakverði
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner