Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   fim 21. september 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Alba og Messi fóru meiddir af velli í fyrri hálfleik - Tveir Íslendingar spiluðu
Lionel Messi fór meiddur af velli
Lionel Messi fór meiddur af velli
Mynd: Getty Images
Dagur Dan í leik með Orlando City
Dagur Dan í leik með Orlando City
Mynd: Getty Images
Inter Miami varð fyrir miklu áfalli í 4-0 sigri liðsins á Toronto FC í MLS-deildinni í nótt, en þeir Jordi Alba og Lionel Messi fóru báðir meiddir af velli í fyrri hálfleik.

Messi er mættur aftur til Miami eftir að hafa spilað með argentínska landsliðinu í undankeppni HM.

Hann entist ekki lengi í fyrsta leik sínum eftir að hann kom til baka, en hann fór meiddur af velli á 37. mínútu. Tveimur mínútum áður meiddist spænski vinstri bakvörðurinn Jordi Alba og þurfti skiptingu.

Það hafði engin áhrif á Miami í þessum leik. Facundo Farias skoraði fyrsta markið og þá skoraði Robert Taylor tvö og lagði upp eitt, eftir að hafa komið inn fyrir Messi.

Miami er komið upp í 13. sæti Austur-deildarinnar með 31 stig og er að gera sig líklegt til að fara í umspil. en til þess þarf liðið að vonast til að meiðsli Alba og Messi séu ekki alvarleg.

Misjafnt gengi hjá Íslendingunum

Dagur Dan Þórhallsson lék allan leikinn í hægri bakverðinum hjá Orlando City sem tapaði fyrir New York City FC, 2-0, í Austur-deildinni. Orlando er í öðru sæti deildarinnar með 50 stig.

Þorleifur Úlfarsson sat allan tímann á varamannabekk Houston Dynamo sem vann 4-1 sigur á Vancouver Whitecaps í Vestur-deildinni. Houston er í 4. sæti deildarinnar með 43 stig.

Nökkvi Þeyr Þórisson byrjaði einnig á bekknum í markalausu jafntefli St. Louis gegn Los Angeles FC, en hann kom við sögu á 78. mínútu. St. Louis er á toppnum í Vestur-deildinni með 50 stig.

Róbert Orri Þorkelsson var ekki í hópnum hjá Montreal sem gerði 1-1 jafntefli við Cincinnati í Austur-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner