Greenwood eftirsóttur - Isak til PSG? - Chelsea vill gera skiptidíl við Inter
Hans Viktor magnaður: Mjög ánægður með þessa ákvörðun
Lék sér í neðri deildum og kom sem varamarkmaður - „Í mínum villtustu draumum"
Úr 1. deild að bikarmeistaratitli - „Geggjað að ná þessu áður en maður hættir"
Dagur: Hugsaði bara að fagna í geðveikinni
Efins fyrir leik en stoltur og meyr eftir leik - „Hann tróð þeirri kartöflu upp í hálsinn á mér"
Grímsi í geðshræringu - „Maður var gráti næst"
Aron Elís: Fannst við eiga að fá allavegana tvö víti
Daníel Hafsteins: Þá ertu helvíti líklegur
Bjarni Aðalsteins: Hann er kóngurinn, ég elska hann
Arnar Gunnlaugs: Stundum þarftu að finna fyrir sársaukanum
Jakob Snær: Tilfinningarnar eiga eftir að rigna meira yfir mann seinna
Ingvar Jóns: Þeir áttu sigurinn bara skilið
Viðar: Þakka stuðningsmannasveit Víkings fyrir mótíveringuna
Ívar Örn: Ekkert eðlilega gaman að vera í KA núna
Óli Kristjáns: Var súr að hafa ekki skorað
John um mistökin: Tek hana í 99 skipti af 100
Smá basl en „bikarinn er að fara í Fossvog"
Meira undir fyrir KA - „Vonandi muna flestir eftir tilfinningunni"
Úlfur: Þeir henda einum af sínum bestu mönnum viljandi í bann
Maggi: Menn þurfa fara fyrr úr vinnu og jafnvel skrópa í skóla
   lau 21. september 2024 19:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Laugardalsvelli
Hans Viktor magnaður: Mjög ánægður með þessa ákvörðun
Hans Viktor í þvögunni að lyfta bikarnum.
Hans Viktor í þvögunni að lyfta bikarnum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Hans Viktor Guðmundsson átti óaðfinnanlegan leik þegar KA vann 2-0 sigur á Víkingi í bikarúrslitum í dag. Hann var líklega að spila sinn stærsta leik á ferlinum en stjarna hans skein skært.

„Þetta er sturlað. Það er ekki hægt að lýsa þessu," sagði Hans Viktor við Fótbolta.net eftir leik.

Lestu um leikinn: KA 2 -  0 Víkingur R.

Hans Viktor gekk í raðir KA fyrir tímabilið frá Fjölni. Hann hefur átt frábært tímabil og verið einn besti leikmaður bikarmeistara KA.

„Ég vildi fara í KA. Þeir voru í bikarúrslitum í fyrra og í Evrópu. Þetta var það sem ég vildi. Ég er mjög ánægður með þessa ákvörðun í dag."

KA er á leið í Evrópukeppn á næsta tímabili.

„Ég get ekki beðið eftir því heldur, það verður algjör veisla."

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner