mán 21. október 2019 21:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ítalía: Jesse Joronen bjargaði stigi fyrir Brescia - VAR kom við sögu
Jesse flottur í kvöld.
Jesse flottur í kvöld.
Mynd: Getty Images
Brescia 0 - 0 Fiorentina

Fiorentina ætlaði að tryggja sér sinn fjórða deildarsigur í röð þegar liðið heimsótti Brescia í lokaleik 8. umferðar í ítölsku Seríu A.

Heimamenn í Brescia skoruðu mark strax á fjórðu mínútu þegar Florian Aye skoraði með skoti í stöngina og inn. Fjórum mínútum seinna dæmdi VAR markið af vegna þess að leikmaður Brescia handlék knöttinn í sókninni.

Í kjölfarið á markinu tók Fiorentina öll völd og var það einungis fyrir tilstilli Jesse Joronen í marki Brescia að Fiorentina kom ekki inn marki.

Joronen varði glæsilega frá Gaetano Castrovilli, Pol Lirola og Milan Badelj í fyrri hálfleik. Hann varði svo frá Dusan Vlahovic þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Á sjöundu mínútu uppbótartíma fékk Castrovilli gott færi en skalli hans fór yfir mark Brescia.

Brescia er með sjö stig í 15. sæti en liðið á leik inni gegn Sassuolo en þeim leik var frestað fyrr á leiktíðinni. Fiorentina er með 12 stig í 9. sæti.
Athugasemdir
banner
banner
banner