Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 21. október 2019 15:13
Elvar Geir Magnússon
Mörg félög í Pepsi Max hafa áhuga á Róberti Orra
Róbert Orri á æfingu með U19 landsliðinu.
Róbert Orri á æfingu með U19 landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mörg félög í Pepsi Max-deildinni hafa áhuga á Róberti Orra Þorkelssyni, sautján ára leikmanni Aftureldingar, samkvæmt heimildum Fótbolta.net.

Róbert var í lykilhlutverki með Aftureldingu í Inkasso-deildinni í sumar en hann er með samning við félagið út 2020.

Stjarnan, FH og Breiðablik hafa öll sýnt Róberti áhuga en hann hefur þegar fundað með Blikum. Þá hafa ÍA og Fylkir einnig áhuga á leikmanninum.

Þá er Róbert undir smásjánni hjá Bröndby en hann átti að fara til reynslu hjá félaginu en því var slegið á frest eftir að hann meiddist í landsliðsverkefni.

Róbert á 23 leiki fyrir yngri landslið Íslands en hann er örvfættur og getur bæði leikið í vörn og á miðju.
Athugasemdir
banner
banner