Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 21. október 2019 18:00
Elvar Geir Magnússon
Ronaldo segir að Juventus sé betra með Sarri
Maurizio Sarri, stjóri Juventus.
Maurizio Sarri, stjóri Juventus.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo segir að Juventus sé orðið betra lið undir stjórn Maurizio Sarri.

„Við höfum bætt okkur. Ég er mjög ánægður með það hvernig hlutirnir hafa verið að ganga," segir Ronaldo.

Ronaldo hefur skorað fimm mörk í níu fyrstu mótsleikjum Juventus undir stjórn Sarri.

„Sarri hefur gert okkur betri. Ég er með meira frjálsræði og við höfum breyst. Ég er mjög ánægður með nýja þjálfaranum og gleðst yfir því sem er í gangi."

Juventus er á kunnuglegum stað á toppi ítölsku A-deildarinnar en liðið mætir Lokomotiv Moskvu í Meistaradeildinni á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner