Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 21. nóvember 2020 17:36
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Real Madrid heldur áfram að tapa stigum
Mariano Diaz skoraði fyrsta mark sitt á tímabilinu
Mariano Diaz skoraði fyrsta mark sitt á tímabilinu
Mynd: Getty Images
Spænsku meistararnir í Real Madrid gerðu 1-1 jafntefli við Villarreal er liðin áttust við í deildinni í dag en þeir gulklæddu jöfnuðu leikinn þegar um það bil fimmtán mínútur voru eftir af leiknum.

Lið Zinedine Zidane hefur ekki riðið feitum hesti á þessari leiktíð og hefur liðið boðið upp á afar slæm úrslit í bæði deild- og Meistaradeild.

Það vantaði lykilmenn í liðið í dag og fékk Mariano Diaz sjaldgæft tækifæri í byrjunarliðinu vegna meiðsla Karim Benzema. Mariano skoraði strax á 2. mínútu leiksins en það dugði Madrídingum ekki til.

Gerard Moreno skoraði úr vítaspyrnu á 76. mínútu eftir að Thibaut Courtois braut af sér innan teigs. Þetta var fyrsta jafntefli Real Madrid á tímabilinu en liðið er að ganga í gegnum erfiðan kafla.

Liðið tapaði fyrir Valencia í deildarleiknum þar á undan og eru spænsku miðlarnir þegar byrjaðir að skoða arftaka Zidane. Madrídarliðið er í 4. sæti með 16 stig. fjórum stigum á eftir toppliði Sociedad. Real Madrid á þó leik til góða og gæti því minnkað forystuna niður í eitt stig.

Úrslit og markaskorarar:

Levante 1 - 1 Elche
1-0 Gonzalo Melero ('12 )
1-1 Tete Morente ('64 )

Villarreal 1 - 1 Real Madrid
0-1 Mariano Diaz ('2 )
1-1 Gerard Moreno ('76 , víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner