
Það er strax komið mikið vafaatriði í leik Englands og Íran sem er núna í gangi á HM í Katar.
Englendingar hafa byrjað betur og þeir gerðu heldur betur tilkall í að fá vítaspyrnu snemma leiks er Harry Maguire, varnarmaður Manchester United, féll í teignum.
Atvikið var skoðað í VAR, myndbandsdómarakerfinu, en ekkert var dæmt.
Hægt er að sjá myndband af atvikinu með því að smella hérna. Augljóslega var haldið utan um Maguire en ekkert var dæmt.
„Hann hefur engan áhuga á því að vinna boltann, Cheshmi dregur Maguire niður. Þetta er bangsaknús, fáránlegt einvígi," sagði Jermaine Jenas, fyrrum leikmaður enska landsliðsins, á BBC.
Athugasemdir