Man Utd og Liverpool vilja Anderson - Arsenal gæti gert óvænt tilboð í McTominay - Trafford orðaður við Wolves og Newcastle
   fös 21. nóvember 2025 21:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þrjú Íslendingalið á toppnum - Frábær undirbúningur hjá Tómasi Óla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Al-Gharafa þegar liðið vann Al-Wakra 1-0 í deildarkeppninni í Katar. Al-Gharafa er með 25 stig á toppnum eftir tíu umferðir.

Liðið er með sjö stiga forystu á Shamal sem á leik til góða.

Hinn 17 ára gamli Tómas Óli Kristjánsson kom inn á 69. mínútu þegar AGF vann Silkeborg 2-0 í dönsku deildinni. Þetta var þriðji leikurinn hans fyrir liðið.

Hann átti frábæran sprett og lét vaða en boltinn breytti um stefnu og fór á Markus Solbakken sem innsiglaði sigurinn. AGF er á toppnum með 34 stig eftir 16 umferðir. Liðið er með tveggja stiga forystu á Midtjylland sem á leik til góða.

Ísak Snær Þorvaldsson var í byrjunarliði Lyngby þegar liðið vann Esbjerg 2-0 í næst efstu deild í Danmörku. Breki Baldursson var ónotaður varamaður hjá Esbjerg.

Lyngby er á toppnum með 32 stig eftir 17 umferðir. Esbjerg er í 4. sæti með 26 stig.

Lúkas Petersson var í markinu þegar varalið Hoffenheim vann topplið Duisburg 4-1 í 3. deild í Þýskalandi. Hoffenheim er í 5. sæti með 24 stig eftir 15 umferðir. Jón Dagur Þorsteinsson var ónotaður varamaður þegar Hertha Berlin vann Braunschweig 1-0 í næst efstu deild. Hertha er í 4. sæti með 23 stig eftir 13 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner