Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 21. desember 2022 00:46
Brynjar Ingi Erluson
„Breytumst ekki allt í einu í Barcelona"
Nathan Jones
Nathan Jones
Mynd: Southampton
Nathan Jones, stjóri Southampton, var ánægður með 2-1 sigur liðsins á Lincoln City í enska deildabikarnum í kvöld, en segir að það þurfi að bæta margt.

Southampton lenti undir snemma leiks eftir sjálfsmark markvarðarins, Gavin Bazunu, en tvö mörk frá Che Adams tryggði sigurinn.

„Við unnum leikinn. Hversu marga leiki hefur Southampton unnið á þessu ári? Við breytumst ekki allt í einu í Barcelona,“ sagði Jones.

„Ég var ekki ánægður með hvað það var mjótt á mununum en Lincoln er vel þjálfað lið. Þeir sitja til baka og leyfa þér að hafa boltann og bíða eftir mistökum og svo eru þeir góðir í skyndisóknunum.“

„Við þurfum að sýna meiri gæði á ákveðnum augnablikum og ef við hefðum gert það þá hefðum við unnið þennan leik fyrr. Ég tek sigrinum því það var það mikilvæga. Þetta er eitthvað til að byggja á.“

„Það var margt sem ég lærði. Við erum að læra um þá og höfum lært eitthvað á æfingum en það eru leikirnir þar sem maður lærir þetta af alvöru. Það er margt sem hægt er að bæta en einnig margt jákvætt líka,“
sagði Jones í lokin.
Athugasemdir
banner
banner