Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 22. janúar 2020 21:10
Aksentije Milisic
Myndband: West Ham fékk ódýra vítaspyrnu gegn Leicester
Mynd: Getty Images
Nú er í gangi leikur Leicester og West Ham í ensku úrvaldeildinni þar sem heimamenn leiða 2-1 þegar þetta er skrifað. Harvey Barnes og Ricardo Perreira komu heimamönnum í tveggja marka forystu áður en Mark Noble minnkaði muninn úr vítaspyrnu á 50. mínútu.

Ekki eru allir sáttir með þann dóm en þá féll Sebastian Haller í baráttu við Wilfred Ndidi. Snertingin virtist ekki vera mikil en var þó til staðar.

David Coote, dómari leiksins, dæmdi vítaspyrnu og í kjölfarið fór VAR í það að skoða atvikið og ákvað að halda dómnum óbreyttum. Mark Noble fór á punktinn og minnkaði muninn fyrir gestina.

Þetta atvik má sjá með að smella hér. Sparkspekingurinn Gary Lineker, er ekki sammála þessum dómi.


Athugasemdir
banner
banner
banner