Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   sun 22. janúar 2023 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Arftaki Weghorst fundinn
Vincent Aboubakar
Vincent Aboubakar
Mynd: Getty Images
Tyrkneska félagið Besiktas er búið að finna arftaka Wout Weghorst, sem fór til Manchester United fyrr í glugganum, en Vincent Aboubakar er kominn til félagsins á frjálsri sölu.

Al-Nassr í Sádi-Arabíu rifti samningi Aboubakar á dögunum þar sem liðið var með of marga erlenda leikmenn eftir komu Cristiano Ronaldo til félagsins.

Það tók hann ekki langan tíma að finna sér nýtt félag. Málin þróuðust þannig að Besiktas leyfði Wout Weghorst að yfirgefa liðið, en hann var á láni frá Burnley. Weghorst fór þaðan til Man Utd á láni út tímabilið.

Því opnaðist pláss fyrir Aboubakar sem gekk frá samningum við Besiktas áður en hann var kynntur í dag. Hann þekkir vel til hjá félaginu, enda er þetta í þriðja sinn sem hann spilar fyrir klúbbinn á ferlinum.

Aboubakar líður vel í Tyrklandi en hann skoraði 35 mörk á tveimur tímabilum sínum þar áður en hann fór til Al-Nassr.


Athugasemdir
banner
banner
banner