Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 22. janúar 2023 23:53
Brynjar Ingi Erluson
Örlög Lampard ráðast á morgun - Dyche að taka við?
Frank Lampard fær sparkið
Frank Lampard fær sparkið
Mynd: Getty Images
Everton hefur tekið ákvörðun um að reka Frank Lampard frá félaginu en þetta segir Dominic King hjá Daily Mail. Ákvörðunin verður tilkynnt á morgun.

Lampard tók við Everton í byrjun síðasta árs og bjargaði þá liðinu frá falli með dramatískum hætti.

Félagið seldi Richarlison, stjörnuleikmann liðsins, til Tottenham til að forðast sektir og bönn við brotum á fjárhagsreglum (e. Financial Fair Play).

Á þessari leiktíð hefur þetta verið slappt. Everton hefur tapað ellefu af síðustu fjórtán leikjum liðsins og ekki unnið deildarleik síðan í október.

Everton situr í 19. sæti deildarinnar með 15 stig og var það 2-0 tapið gegn West Ham um helgina sem fyllti mælinn.

Daily Mail segir að Lampard hafi hitt Farhad Moshiri, eiganda Everton og aðra stjórnarmeðlimi, eftir leikinn gegn West Ham og þar sætt sig við örlög sín.

Í dag er svo búist við tilkynningu frá Everton þar sem mun koma fram að Lampard hafi yfirgefið félagið.

Sean Dyche, fyrrum stjóri Burnley, er sagður efstur á lista hjá Everton, en hann var látinn fara frá Burnley undir lok síðasta tímabils eftir að hafa stýrt liðinu í áratug.
Athugasemdir
banner
banner
banner