Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 22. janúar 2023 19:53
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag: Þetta er óásættanlegt og má ekki gerast
Erik Ten Hag
Erik Ten Hag
Mynd: Getty Images
Leikmenn Manchester United voru niðurlútir í leikslok
Leikmenn Manchester United voru niðurlútir í leikslok
Mynd: Getty Images
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, var ekki sáttur við mistök liðsins í mörkunum í 3-2 tapinu gegn Arsenal á Emirates í kvöld.

Hollenski stjórinn var ánægður með byrjun leiksins en Marcus Rashford kom liðinu í forystu með glæsilegu einstaklingsframtaki, en var svo súr yfir mörkunum sem liðið fékk á sig.

„Þetta eru tveir leikir í röð sem hafa verið mjög jafnir. Það er erfitt að sætta sig við að tapa á lokamínútum leiksins. Við gerðum mistök í öllum þremur mörkunum. Venjulega erum við betri í þessum stöðum og þetta má ekki gerast,“ sagði Ten Hag.

„Nei, þetta er erfitt og það er alveg ljóst. Við höfum spilað marga leiki sem þeir fengu ekki og svo koma þeir hingað og eru á heimavelli. Við áttum augnablik í skyndisóknum en við verðum að verjast betur.“

„Við byrjuðum leikinn mjög vel og skoruðum, vorum yfir en svo gerum við svo mörg mistök sem eru í raun óásættanleg. Við verðum að læra af þessu og halda áfram.“

„Fyrstu tvö mörkin byrja á hornspyrnu og svo gerum við svo mörg mistök í horninu og fram að markinu. Þetta má ekki gerast og við verðum að draga lærdóm af þessu. Við munum mæta leikmönnum með þessi gæði og þetta getur ekki gerst. Góð lið gera ekki svona mistök,“
sagði Ten Hag.

Er þetta ákveðin vakning fyrir United?

„Þetta getur verið það. Við verðum að sætta okkur við þetta í dag en við erum ekki ánægðir með frammistöðuna því við getum gert betur. Maður verður að nýta góða byrjun en megum ekki láta það að gerast að fá á okkur mörk eins og við gerðum í dag.“

„Þetta er einn leikur. Í síðustu viku gerðum við vel og héldum þeim frá teignum og vörðumst vel í teignum. Þar vörðumst við mun betur. Við vitum að það eru framfarir líka. Ég sagði það sama í búningsklefanum en sagði líka að ef þeir vilja vinna þá mega þeir ekki gera þessi mistök eins og ég er nú þegar búinn að nefna,“
sagði Ten Hag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner