Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
   mið 22. janúar 2025 21:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meirihluti félaga í Noregi vill hætta notkun VAR
Brynjar Ingi Bjarnason og Viðar Ari Jónsson spila með HamKam í efstu deild í Noregi
Brynjar Ingi Bjarnason og Viðar Ari Jónsson spila með HamKam í efstu deild í Noregi
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Útlit er fyrir að það verði hætt notkun VAR myndbandsdómgæslu í Noregi eftir að meiri hluti félaga í tveimur efstu deildum landsins kusu gegn notkun VAR.

19 af 32 liðum deildanna kusu gegn notkun VAR en félögin vonast til að norska sambandið takii niðurstöðuna í kosningunni til greina á fundi sem haldinn verður í mars en þá verður ákvörðun endanlega tekin.

Tæknin var kynnt til sögunnar í Noregi árið 2023 og hefur verið mjög umdeild síðan þá.

Ef af þessu verður mun Noregur feta í fótspor Svíþjóðar sem tók ákvörðun í fyrra um að hætta notkun VAR.
Athugasemdir
banner
banner