Útlit er fyrir að það verði hætt notkun VAR myndbandsdómgæslu í Noregi eftir að meiri hluti félaga í tveimur efstu deildum landsins kusu gegn notkun VAR.
19 af 32 liðum deildanna kusu gegn notkun VAR en félögin vonast til að norska sambandið takii niðurstöðuna í kosningunni til greina á fundi sem haldinn verður í mars en þá verður ákvörðun endanlega tekin.
Tæknin var kynnt til sögunnar í Noregi árið 2023 og hefur verið mjög umdeild síðan þá.
Ef af þessu verður mun Noregur feta í fótspor Svíþjóðar sem tók ákvörðun í fyrra um að hætta notkun VAR.
Athugasemdir