Manchester City og PSG eigast við í ótrúlegum leik í París en bæði lið þurfa á sigri að halda.
Achraf Hakimi hélt að hann hafi komið PSG yfir undir lok fyrri hálfleiks en hann var hársbreidd fyrir innan vörn City og rangstaða því dæmd.
Eftir fimm mínútna leik í seinni hálfleik kom Jack Grealish Man City yfir þegar boltinn datt fyrir hann inn á teignum. Aðeins fimm mínútum síðar bætti Erling Haaland við öðru markinu þegar boltinn barst til hans af varnarmanni eftiir fyrirgjöf Grealish.
PSG tókst að minnka muninn þegar Ousmane Dembele skoraði en staðan er 2-1 eftir klukkutíma leik og Bradley Barcola jafnaði metin tíu mínútum eftir fyrsta mark leiksins.
Fari þetta svona þurfa liðin nauðsynlega á sigri að halda í lokaumferðinni, sérstaklega PSG sem er fyrir neðan umspilssæti.
Markið hjá Grealish
Markið hjá Haaland
Markið hjá Dembele
Athugasemdir