Arsenal er svo gott sem komið áfram í 16 liða úrslit Meistaradeildarinnar eftir öruggan 3-0 sigur gegn Dinamo Zagreb í kvöld.
Arsenal hefur verið í vandræðum með að skora á þessu tímabili en miðjumaðurinn Declan Rice braut ísinn í kvöld.
„Arteta hefur verið að hamra á því að miðjumenn komi inn í teiginn því það eru mörg mörk sem geta komið þaðan. Það er undir okkur komið að framkvæma það," sagði Rice.
„Ödegaard gerði það lokin og ég gerði það, við þurfum að halda þessu áfram. Allir eru að leggja sitt af mörkum. Þetta var mikilvægur sigur, við höfum átt gott mót í Meistaradeildinni. Við eigum einn leik eftir og vonandi getum við unnið hann líka."
Arsenal heimsækir Girona í lokaumferðinni sem fram fer eftir slétta viku.
Athugasemdir