Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 22. febrúar 2020 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ráða rándýran lögfræðing til að berjast gegn UEFA
Mynd: Getty Images
UEFA dæmdi Manchester City í tveggja ára bann frá Meistaradeild Evrópu og eru Englandsmeistararnir búnir að áfrýja dómnum til Íþróttagerðardómstólsins.

Framundan er hörð barátta við lögfræðinga UEFA, en evrópska knattspyrnusambandið dæmdi Man City í bann vegna blekkinga varðandi fjármál félagsins. Félagið þarf einnig að greiða 25 milljónir punda í sekt.

Stjórn Manchester City er ósammála niðurstöðu UEFA og gagnrýndi sambandið fyrir lélegar vinnuaðferðir. Nú hefur félagið ákveðið að ráða einn af frægustu lögfræðingum Bretlands, hinn 63 ára gamla David Pannick.

Pannick er lögfræðingur sem aðstoðaði Gina Miller og kom í veg fyrir að Theresa May gengi með Bretland úr Evrópusambandinu 2008.

Mirror greinir frá því að Pannick tekur um 20 þúsund pund á dag fyrir þjónustu sína, eða tæplega 3,5 milljónir króna.
Athugasemdir
banner
banner
banner