Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 22. febrúar 2021 22:04
Brynjar Ingi Erluson
England: Benteke hetja Palace gegn Brighton
Christian Benteke fagnar sigurmarki sínu
Christian Benteke fagnar sigurmarki sínu
Mynd: Getty Images
Brighton 1 - 2 Crystal Palace
0-1 Jean-Philippe Mateta ('28 )
1-1 Joel Veltman ('55 )
1-2 Christian Benteke ('90 )

Crystal Palace vann Brighton 2-1 í 25. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í kvöld en það var belgíski framherjinn Christian Benteke sem gerði sigurmarkið i uppbótartíma í síðari hálfleik.

Jean -Philippe Mateta skoraði fyrsta mark sitt fyrir Palace á 28. mínútu og gerði hann það með stæl. Jordan Ayew átti frábæra fyrirgjöf inn í teiginn og skoraði Mateta með hælnum, framhjá Robert Sanchez í markinu.

Brighton vann sig hægt og bítandi inn í leikinn og tókst að jafna á 55. mínútu. Pascal Gross átti skot sem fór af varnarmanni og til Danny Welbeck. Enski framherjinn ætlaði að reyna skot en varnarmenn Palace náðu að pota í boltann. Hann rataði á Joel Veltman sem skoraði svo af stuttu færi.

Það var útlit fyrir að liðin myndu skipta stigunum sín á milli en Christian Benteke var á öðru máli. Þegar rúmlega fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði hann eftir fyrirgjöf frá Andros Townsend.

Svekkjandi úrslit fyrir heimamenn í Brighton en mikilvægt fyrir Palace sem er í 13. sæti með 32 stig á meðan Brighton er í 16. sæti með 26 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner