Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   mán 22. febrúar 2021 13:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Er mjög spenntur fyrir tillögu starfshópsins
Úr leið Breiðabliks og Vals í fyrra.
Úr leið Breiðabliks og Vals í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF.
Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF.
Mynd: Fótbolti.net - Tom
Ársþing KSÍ verður haldið rafrænt næsta laugardag. Stóra málið á þinginu eru tillögur um að fjölga leikjum í efstu deild karla.

Fjórar mismunandi tillögur liggja fyrir þinginu og munu fulltrúar félaga landsins kjósa um þær. Til að tillaga sé samþykkt þarf hún 2/3 af greiddum atkvæðum. Breytt fyrirkomulag tæki þá gildi 2022.

Starfshópur sem KSÍ setti á laggirnar kom með tillögu um að eftir tvöfalda umferð yrði deildin tvískipti. Liðin halda þá sínum stigafjölda en sex efstu liðin leika innbyrðis í sér deild og neðri sex í sér deild.

Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF, sagði útvarpsþættinum Fótbolti.net að þetta væri sú tillaga sem hann telur að sé best.

„Ég er mjög spenntur fyrir tillögu starfshópsins. Ég sat í þessum starfshópi. Ég hafði fyrst aðra skoðun og taldi að besta leiðin væri tíu liða deild og þreföld umferð," segir Birgir.

„Tillaga starfshópsins er ákveðin sáttaleið. Það eru áfram tólf lið í efstu deild og leikjum á hvert lið fjölgar um fimm. Það er hæfileg fjölgun á leikjum."

„Þessi tillaga tikkar í öll box sem við viljum. Við erum að fá fleiri leiki, við erum að fá betri leiki, við erum að fá stemningu. Áskorunin verður að gera neðri sex keppnina áhugaverða og skemmtilega og þá væri hægt að reyna að gera sjöunda sætið eftirsóknarverðara."

Fylkir leggur fram tillögu um fækkun í tíu lið og þrefalda umferð, Fram vill fjölga í fjórtán lið og ÍA lagði til að spiluð yrði þreföld umferð í tólf liða deild.

„Tillaga Skagans er óraunhæf í dag. Við búum ekki við þær aðstæður að geta framkvæmt hana, ekki með þeim metnaði sem við viljum í efstu deild," segir Birgir.

Hrafnkell Helgi Helgason, formaður meistaraflokksráðs Fylkis, telur að tvær af tillögunum verði dregnar til baka.

„Tel líklegt að Fylkir og ÍA dragi sínar tillögur til baka svo það verður bara kosið á milli þessa tillögu starfshóps ÍTF og tillögu Fram um fjölgun í 14 lið. Ekki líklegt að nein tillaga fái 2/3 atkvæða ef 4 tillögur eru í boði á ársþinginu," skrifaði Hrafnkell á Twitter.
Fótboltapólitíkin með Birgi framkvæmdastjóra ÍTF
Athugasemdir
banner