Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 22. febrúar 2021 21:46
Brynjar Ingi Erluson
Suarez of gamall fyrir Barcelona - „Átti meiri virðingu skilið"
Luis Suarez er sáttur hjá Atlético
Luis Suarez er sáttur hjá Atlético
Mynd: Getty Images
Úrúgvæski framherjinn Luis Suarez segist hafa átt meiri virðingu skilið frá Barcelona en hann var talinn of gamall til að spila upp á topp hjá félaginu.

Suarez var 33 ára gamall er hann var seldur til Atlético Madríd í september. Þetta kom mörgum á óvart enda Suarez þriðji markahæsti leikmaðurinn í sögu Barcelona.

Hann skoraði 198 mörk í 283 leikjum fyrir félagið en var látinn fara því hann var of gamall samkvæmt því sem Suarez segir.

Suarez er með 16 mörk í 24 leikjum fyrir Atlético á þessari leiktíð og er liðið á toppnum með þriggja stiga forystu.

„Það sem pirraði mig sérstaklega er þegar þeir sögðu við mig að ég væri of gamall og gæti ekki spilað á hæsta stigi lengur. Ég var ósáttur við þessi orð," sagði Suarez við France Football.

„Ef ég hefði ekki gert neitt fyrir Barcelona í þrjú eða fjögur tímabil þá hefði ég skilið það en ég skoraði meira en 20 mörk á hverju einasta tímabili og var alltaf með góða tölfræði og rétt á eftir Messi."

„Við sjáum það í dag að það er ekki auðvelt að spila fyrir Barcelona og margir leikmenn sem félagið keypti sem eru ekki að standast þær væntingar sem gerðar voru til þeirra. Ég spilaði í sex ár hjá Barcelona og stóðst þær væntingar sem gerðar voru til mín."

„Aðstæðurnar hafa breyst hjá félaginu og það þurfti breytingar og ég sætti mig við það. Það eina sem pirraði mig var hvernig þetta gerðist og ég átti skilið meiri virðingu en þetta. Þetta var ákvörðun sem ég gat ekki komið í veg fyrir. Það var ekki lengur treyst á mig."

„Ég vildi halda áfram að sýna hvað ég er fær um að gera og þess vegna heillaði það mikið að spila fyrir keppnishæft lið eins og Atlético,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner