Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 22. febrúar 2023 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaraspáin - Taktísk barátta tveggja frábærra þjálfara
Erling Braut Haaland.
Erling Braut Haaland.
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net
Inter mætir Porto á heimavelli.
Inter mætir Porto á heimavelli.
Mynd: EPA
Marco Rose, þjálfari RB Leipzig.
Marco Rose, þjálfari RB Leipzig.
Mynd: EPA
Meistaradeildin er komin á fleygiferð. Í síðustu viku hófust 16-liða úrslitin og fyrri umferð þeirra klárast núna í vikunni. Það eru tveir áhugaverðir slagir á dagskrá í kvöld.

Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást þrjú stig en eitt stig ef rétt tákn er á leiknum.

Halldór Árnason

Inter 1 - 1 Porto
Bæði þessi lið eru á góðu skriði og hafa spilað vel í tímabilinu. Porto hefur verið í smá meiðslavandræðum og verða án lykilmanna í kvöld. Munu samt sækja gott stig og vera í góðri stöðu fyrir seinni leikinn.

RB Leipzig 1 - 3 Man City
Leipzig hafa verið virkilega flottir á tímabilinu og eru enn í titilbaráttu í Þýskalandi. Man City hafa verið upp og niður, einn daginn frábærir og ströggla þann næsta. Pep heldur áfram að leita að Meistaradeildartitlinum með City og þeir fara langt í keppninni. Vinna örugglega 3-1 í kvöld og Haaland setur tvö.

Sigurður Heiðar Höskuldsson

Inter 1 - 1 Porto
Alvöru einvígi hér. Inter búið að missa af Napoli í deildinni og svolítið verið að harka sigrana. Porto hins vegar að koma úr sex leikja sigurhrinu í Portúgal og að reyna að halda í við Benfica. Þessi fyrri leikur verður tiltölulega lokaður og varnarsinnaður leikur, 1-1 lokatölur.

RB Leipzig 2 - 4 Man City
Töluvert skemmtilegra einvígi ef þú spyrð mig. Leipzig í alvöru toppbaráttu heima fyrir og gerðu vel í riðlakeppninni þar sem þeir unnu meðal annars Real Madrid heima. Verið eitt skemmtilegasta lið Meistaradeildarinnar síðan þeir komu eins og stormsveipur inn í keppnina tímabilið 19/20 og fóru í undanúrslit.

Skrítið tímabil hjá City. Varnarlínan fram og til baka og Cancelo farinn. Haaland ýmist sagður besti framherji heims eða talinn hafa tekið ranga ákvörðun að fara í City.

Þetta verður taktísk barátta tveggja frábærra þjálfara. Mikil læti og ákefð, 2-4 City. De Bruyne og Haaland með stórleik.

Fótbolti.net spáir - Sverrir Örn Einarsson

Inter 1 - 0 Porto
Erfiður leikur að spá fyrir um, bæði lið gríðarlega sterk varnarlega og lítið fyrir það að fá á sig mörk svona almennt. Ég hallast þó þó að því að heimavöllurinn geri gæfumunin í kvöld og Inter hafi sigur með aukaspyrnumarki frá Hakan Calhanoglu.

RB Leipzig 2 - 2 Man City
City tapaði síðast þegar það mætti á Red Bull Arena í Meistaradeildinni haustið 2021.Nýtt ár, ný keppni og allt það en þýskur bjór og almenn stemming á vellinum gerir þetta að fínasta kvöldi fyrir þá þýsku sem fara með jafna stöðu í seinni leikinn í Manchester.

Staðan í heildarkeppninni:
Halldór Árnason - 7
Sigurður Heiðar Höskuldsson - 6
Fótbolti.net - 3

Sjá einnig:
Meistaradeildin í dag - Man City fer til Leipzig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner