mið 22. febrúar 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin í dag - Man City fer til Leipzig
Mynd: EPA

Síðustu tveir leikirnir í fyrri umferð 16-liða úrslita Meistaradeildar Evrópu fara fram í kvöld.


Englandsmeistarar Manchester City heimsækja þar RB Leipzig og eru án Kevin De Bruyne, Aymeric Laporte og John Stones.

Man City fór taplaust í gegnum riðlakeppnina en hefur verið að hiksta í ensku úrvalsdeildinni að undanförnu. Leipzig sigraði meðal annars á heimavelli gegn Real Madrid en tapaði einnig heimaleik við Shakhtar Donetsk og endaði í öðru sæti síns riðils.

Dani Olmo, Abdou Diallo og Peter Gulacsi eru á meiðslalistanum hjá Leipzig og þá er Christopher Nkunku, stærsta stjarna liðsins, tæpur.

Á sama tíma á Inter leik við Porto í Mílanóborg. Porto vann óvænt sinn riðil þar sem Atletico Madrid og Bayer Leverkusen voru slegin úr leik á meðan Inter endaði í öðru sæti helsta dauðariðils mótsins. FC Bayern rúllaði þeim riðli upp og sendi Barcelona niður í Evrópudeildina.

Leikir kvöldsins:
20:00 Inter - Porto (Stöð 2 Sport 2)
20:00 RB Leipzig - Man City (Viaplay)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner