Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   fim 22. febrúar 2024 10:05
Hafliði Breiðfjörð
Dýri Guðmundsson er látinn
Dýri ásamt George Best í sýningarleik Vals gegn Manchester United árið 1982.  Þeir léku báðir með liði Vals í leiknum.
Dýri ásamt George Best í sýningarleik Vals gegn Manchester United árið 1982. Þeir léku báðir með liði Vals í leiknum.
Mynd: Úr einkasafni Dýra - FHingar.net
Dýri Guðmundsson fyrrverandi landsliðsmaður Íslands er látinn en frá þessu greinir Vísir.is í dag.

Dýri lést eftir veikindi síðastliðið þriðjudagskvöld en hann var 72 ára gamall.

Dýri lék á sínum tíma fimm leiki fyrir íslenska landsliðið á árunum 1978 - 1981.

Hér á landi lék hann með FH og Val á ferlinum sínum og spilaði meðal annars 12 Evrópuleiki með Val á áttunda og níundan áratug síðustu aldar.

Dýri var einnig gítarleikari og spilaði meðal annars á plötu með FH-bandinu árið 1990, fjögur lög sem hafa verið mikið spiluð í Kaplakrika.
Athugasemdir
banner
banner