Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í sigrinum mikilvæga gegn Slóveníu í kvöld. Strax eftir leik var hann sendur í lyfjapróf og hann ræddi svo við fjölmiðlamenn.
„Þetta var góð tilfinning, sérstaklega eftir slakan fyrri hálfleik," sagði Gylfi eftir leikinn en fyrra mark hans var magnað mark úr aukaspyrnu.
„Það var gaman að sjá hann í skeytunum. Ég sá að þetta var vegalengd sem hægt var að skjóta frá."
„Þetta var erfiður leikur og erfitt að spila boltanum."
Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan
Athugasemdir























