Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 22. mars 2020 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fimm skipti er Ronaldinho var töframaður á fótboltavellinum
Ronaldinho og Ronaldo á HM 2002.
Ronaldinho og Ronaldo á HM 2002.
Mynd: Getty Images
Var magnaður fótboltamaður.
Var magnaður fótboltamaður.
Mynd: Getty Images
Ronaldinho í leiknum gegn Chelsea í Meistaradeildinni. Eiður Smári Guðjohnsen sækir að honum.
Ronaldinho í leiknum gegn Chelsea í Meistaradeildinni. Eiður Smári Guðjohnsen sækir að honum.
Mynd: Getty Images
Ronaldinho varð fertugur í gær.
Ronaldinho varð fertugur í gær.
Mynd: Getty Images
Tveir af þeim bestu í sögunni.
Tveir af þeim bestu í sögunni.
Mynd: Getty Images
Ronaldinho og Eiður urðu svo liðsfélagar hjá Barcelona.
Ronaldinho og Eiður urðu svo liðsfélagar hjá Barcelona.
Mynd: Getty Images
Brasilíska goðsögnin Ronaldinho hefur verið í fréttum síðustu vikur og er ekki mikið um jákvæð tíðindi í þeim fréttum.

Ronaldinho varð fertugur í gær og fagnaði hann fertugsafmælinu á bak við lás og slá. Ronaldo var á dögunum handtekinn í Paragvæ fyrir að vera með falsað vegabréf og gæti átt yfir höfði sér sex mánaða fangelsi.

Hæfileikar Ronaldinho voru óumdeilanlegir og gat hann hluti með boltann sem aðrir gátu ekki ímyndað sér að gera. Hann var upp á sitt besta þegar hann lék með Barcelona frá 2003 til 2008, en hann fékk Ballon d'Or verðlaunin árið 2005.

Mirror tók saman fimm skipti þegar Ronaldinho sýndi töfra inn á fótboltavellinum.

1. Þegar hann braut ensk hjörtu
Ætlaði hann sér þetta virkilega?

Kannski vitum við það aldrei almennilega, en Ronaldinho vill að minnsta kosti meina að hann hafi alltaf ætlað sér að setja boltann yfir David Seaman og í netið.

HM 2002 í Suður-Kóreu og Japan var mótið þar sem Ronaldinho braust almennilega fram á sjónarsviðið. Markið hans beint úr aukaspyrnu snemma í síðari hálfleik reyndist vera sigurmarkið gegn Englandi í 8-liða úrslitunum.

Brasilía með Ronaldinho, Rivaldo og Ronaldo fremsta í flokki fór alla leið og vann mótið.

2. Glæsimark af löngu færi
Ronaldinho fékk mikið hrós fyrir það hvernig hann gat leikið sér með boltann, en það má ekki gleyma því að hann var líka með stórgóðan skotfót.

Í leik gegn Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni 2003 þá fékk hann boltann á sínum eigin vallarhelmingi, dansaði fram hjá tveimur miðjumönnum og lét vaða af tæplega 30 metra færi. Boltinn fór í slána og inn.

Þjálfari Barcelona á þeim tíma, Frank Rijkaard, sneri sér að varamannabekknum og trúði því ekki sem fyrir augum bar.

3. Markið á Stamford Bridge
Það er varla hægt að gleyma markinu sem Ronaldinho gerði gegn Chelsea á Stamford Bridge í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar árið 2005.

Það var eins og tíminn hefði stöðvast þegar brasilíski töframaðurinn fékk boltann fyrir utan vítateiginn. Hann sýndi glæsta takta áður en hann smellti boltanum með táarskoti fram hjá Petr Cech og í netið; bara eins og ekkert væri einfaldara.

Því miður fyrir Ronaldinho þá dugði markið ekki til sigurs í einvíginu því John Terry skoraði í seinni hálfleiknum mark sem fleytti Chelsea áfram í 8-liða úrslit.

4. Kóngurinn á Bernabeu
Frammistaðan var svo góð að stuðningsmenn Real Madrid gátu ekki annað gert en klappað.

Í El Clasico í nóvember 2005 í spænsku úrvalsdeildinni fór Ronaldinho á kostum þegar hann gerði tvö mögnuð mörk. Samuel Eto'o skoraði fyrsta markið, en svo var röðin komin að Brassanum.

Í fyrra markinu hljóp hann upp vinstri kantinn, fór fram hjá Sergio Ramos og skoraði fram hjá Iker Casillas. Ramos leit heldur ekki vel út í síðara markinu. Kannski er Ronaldinho ástæðan fyrir því að Ramos er miðvörður í dag, en ekki bakvörður.

Mögulega frammistaða sem varð til þess að Ronaldo tryggði sér Ballon d'Or verðlaunin þetta árið.

5. Dreymdi um markið sem ungur drengur
Á síðasta tímabili sínu í Katalóníu var Ronaldinho enn að skora glæsileg mörk. Í leik gegn Villarreal skoraði hann mark sem hann sagðist hafa dreymt um að skora frá því hann var ungur drengur.

Xavi setti boltann inn í teiginn, Ronaldinho tók boltann á bringuna og skoraði svo með hjólhestaspyrnu.

„Frá því ég var ungur drengur þá hefur mig dreymt um að skora svona mark," sagði Ronaldinho eftir leik. „Ég mun aldrei gleyma þessu marki."

Áhorfendur trúðu ekki sínum eigin augum, eins og svo oft var niðurstaðan þegar kom að Ronaldinho.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner