Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 22. mars 2020 14:30
Ívan Guðjón Baldursson
Úrvalsdeildarfélög funda 3. apríl - FIFA og UEFA hittast í vikunni
Mynd: Getty Images
Æðstu menn knattspyrnuheimsins eru að reyna að skipuleggja næstu mánuði en mikil óvissa ríkir vegna kórónuveirunnar.

Stjórnendur FIFA og UEFA munu hittast og ræða saman í vikunni á meðan úrvalsdeildarfélög ætla að bíða til 3. apríl til að sjá hvernig staðan í landinu þróast á meðan.

Faraldurinn hefur haft veruleg áhrif á efnahag knattspyrnufélaga og eiga mörg smærri félög í alvarlegri hættu á að enda í gjaldþroti á næstu mánuðum.

Þá eru deildir í miklum vandræðum vegna ýmissa samningsmála, aðallega vegna sjónvarpsréttinda. Tjón ensku úrvalsdeildarinnar gæti numið rúmlega 700 milljónum punda aðeins vegna útsendingasamninga.
Athugasemdir
banner
banner