mán 22. mars 2021 09:30
Hafliði Breiðfjörð
Dusseldorf, Þýskalandi
Arnar fagnar komu kokksins en vill að þjálfarar hreyfi sig
Icelandair
Arnar brenndi nokkrum kaloríum með að bera töskur upp tröppur hótels Íslands í Dusseldorf í gær.
Arnar brenndi nokkrum kaloríum með að bera töskur upp tröppur hótels Íslands í Dusseldorf í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinrik Ingi Guðbjargarson kokkur íslenska landsliðsins ræðir við Davíð Snorra Jónasson þjálfara U21  í flugvélinni sem flutti landsliðið til Þýskalands í gær. U21 liðið hélt svo áfram með vélinni til Ungveralands þar sem liðið spilar í lokakeppni EM í mars.
Hinrik Ingi Guðbjargarson kokkur íslenska landsliðsins ræðir við Davíð Snorra Jónasson þjálfara U21 í flugvélinni sem flutti landsliðið til Þýskalands í gær. U21 liðið hélt svo áfram með vélinni til Ungveralands þar sem liðið spilar í lokakeppni EM í mars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er svolítið skrítið að vera á hóteli sem er nánast lokað og erfitt að ná sér í mat en ég er ánægður að starfsfólkið og hluti leikmanna eru komnir svo það er búið að opna eldhúsið fyrir okkur," sagði Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari Íslands við Fótbolta.net í gærkvöldi.

Arnar Þór fór með þjálfarateymi Íslands á hótel íslenska landsliðsins í Dusseldorf á föstudaginn þar sem þeir unnu um helgina og liðið byrjaði að týnast þar inn í gær. Liðið mætir Þýskalandi í undankeppni HM 2022 á fimmtudaginn og í kjölfarið koma leikir í Armeníu og Liechtenstein.

„Við fengum nú morgunmat en svo var þetta orðið erfitt. Það eru allir veitingastaðir lokaðir í Evrópu og með UEFA reglum verðum við að passa okkur að nota ekki heimsendingarþjónustur. En þeir hjálpuðu okkur á hótelinu og það var ekki mikil fjölbreytni."

Hópur starfsmanna og fjórir leikmenn flugu til Þýskalands frá Íslandi með vél Icelandair í gær og með í för var Hinrik Ingi Guðbjargarson kokkur landsliðsins sem passar upp á að liðið fái góðan mat í öll mál.

„Hann kom sem betur fer með, hann kom með íslenskan fisk og harðfisk. Fyrir þjálfarateymið er það samt hættulegt því við verðum að passa okkur að hreyfa okkur aðeins með. Við megum ekki fara út að hlaupa því það er bannað en það endar með því að ég fari í gymið og dragi eitthvað af staffinu með mér."
Arnar Viðars: Hræðilegar fréttir fyrir okkur en jákvæðar fyrir Gylfa
Athugasemdir
banner
banner