Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 22. mars 2021 20:31
Brynjar Ingi Erluson
Liban Abdulahi í Þór (Staðfest)
Liban Abdulahi spyrnir boltanum hér í æfingaleik gegn Willem II síðasta sumar
Liban Abdulahi spyrnir boltanum hér í æfingaleik gegn Willem II síðasta sumar
Mynd: Getty Images
Þór hefur gengið frá samkomulagi við hollenska miðjumanninn Liban Abdulahi um að spila með liðinu í Lengjudeildinni í sumar en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu nú í kvöld.

Abdulahi, sem er 25 ára gamall miðjumaður, er fæddur í Hollandi en hann er einnig með sómalískt vegabréf og hefur meðal annars spilað tvo landsleiki fyrir Sómalíu.

Hann var á mála hjá Ajax á sínum yngri árum en hefur spilað fyrir Volendam, Telstar og De Graafschap í hollensku B-deildinni.

Abdulahi lék með sænska liðinu Jönköpings Södra sumarið 2019 og hollenska C-deildarliðinu Koninklijke HFC á síðustu leiktíð.

Hann mun spila með Þórsurum í Lengjudeildinni í sumar en þetta er annar leikmaðurinn sem félagið fær til sín á stuttum tíma. Serbneski varnarmaðurinn Petar Planic samdi við félagið á dögunum.
Athugasemdir
banner
banner