Pedri miðjumaður Barcelona hefur verið á meiðslalistanum í rúman mánuð en það var búist við því að hann yrði klár í slaginn fyrir El Clasico um síðustu helgi.
Það kom hins vegar bakslag í meiðslin en honum leið ekki vel eftir æfingu í aðdraganda leiksins um helgina.
Þá var búist við því að hann gæti jafnað sig í landsleikjahléinu og verið mættur fyrir síðari leik Barcelona og Real í Konungsbikarnum 5. apríl. Það er nú útilokað og það hefur ekki farið vel í forráðamenn Pedri.
Þeir halda því fram að Barcelona hafi hent honum í æfingar fyrir síðasta El Clasico svo hann gæti verið klár í leikinn en það hafi komið í bakið á þeim.
Athugasemdir