
Manchester-liðin berjast um leikmann Crystal Palace, Real Madrid ætlar að stela Martin Zubimendi og þá væri Juventus til í að ráða Zinedine Zidane í stað Thiago Motta. Þetta og margt fleira í Powerade-slúðurpakka dagsins.
Manchester City og Manchester United munu berjast um að fá Adam Wharton (21), leikmann Crystal Palace, í sumar. (Teamtalk)
Real Madrid er að undirbúa sig undir það að stela Martin Zubimendi (26) fyrir framan nefið á Arsenal. Zubimendi, sem er á mála hjá Real Sociedad, verður hluti af endurbyggingu en félagið ætlar einnig að fá Trent Alexander-Arnold (26) frá Liverpool og Dean Huijsen (19) miðvörð Bournemouth. (AS)
Victor Osimhen (26), framherji Napoli, er opinn fyrir því að fara til Juventus í sumar. Hann er þessa stundina á láni hjá Galatasaray í Tyrklandi, en ljóst er að hann verður ekki áfram þar á næsta tímabili. (Gazzetta dello Sport)
Manchester United vill styrkja sóknarlínuna í sumarglugganum en félagið hefur eyrnamerkt þá Kenan Yildiz (19, leikmann Juventus og Xavi Simons (21), leikmann Leipzig. (Florian Plettenberg)
Arsenal ætlar að bjóða Ethan Nwaneri (18) nýjan fimm ára samning til að fæla burt áhuga frá Chelsea og Manchester City. (Mail)
Barcelona er sagt reiðubúið að selja Ferran Torres (25), sóknarmann liðsins, fyrir um 30 milljónir punda. Aston Villa, Liverpool og Manchester United hafa áhuga á þessum fyrrum leikmanni Manchester City. (Fichajes)
Tottenham þarf að greiða 40 milljónir punda til að fá Rayan Ait-Nouri (23). Liverpool, Arsenal og Manchester United hafa einnig sýnt honum áhuga. (Football Insider)
Zinedine Zidane er sagður drauma kosturinn fyrir Juventus ef félagið ákveður að reka Thiago Motta úr starfi. Frakkanum er afar annt um Juventus eftir að hafa eytt fimm árum þar sem leikmaður. (Gazzetta dello Sport)
Antonio Rüdiger (32), leikmaður Real Madrid, ætlar ekki að fara frá félaginu og ganga í raðir Al-Nassr í Sádi-Arabíu. (90min)
Nottingham Forest er tilbúið að borga metfé fyrir Matheus Cunha (25), leikmann Wolves. (TBR Football)
Athugasemdir