Úrúgvæ 0 - 1 Argentína
0-1 Thiago Almada ('68)
0-1 Thiago Almada ('68)
Argentína heimsótti Úrúgvæ í undankeppni Suður-Ameríkuþjóða fyrir HM 2026.
Liðin áttust við í nótt og var staðan markalaus eftir bragðdaufan fyrri hálfleik, en í sóknarlínu Argentínu vantaði Lionel Messi, Lautaro Martínez og Paulo Dybala vegna meiðsla.
Argentína var sterkari aðilinn og tókst að skora í síðari hálfleik þegar Thiago Almada setti boltann í netið eftir undirbúning frá Julián Alvarez.
Giuliano Simeone var einnig í byrjunarliði Argentínu og kom Nicolás González inn af bekknum í síðari hálfleik. Honum tókst þó ekki að skora, heldur fékk hann að líta beint rautt spjald fyrir hættulegt brot á 95. mínútu.
Lokatölur urðu 0-1 fyrir Argentínu og eru heimsmeistararnir ríkjandi í frábærri stöðu í undandeildinni. Argentínumenn stefna á að verja titilinn sinn, þeir eru komnir með 28 stig úr 13 umferðum í undankeppninni.
Athugasemdir