Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 22. apríl 2021 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Mason: Sigurinn tileinkaður Ugo Ehiogu
Ryan Mason
Ryan Mason
Mynd: EPA
Ryan Mason varði í gær yngsti knattspyrnustjórinn í sögu ensku úrvalsdeildarinnar er hann stýrði Tottenham Hotspur í sigri á Southampton. Hann var ánægður með framlag leikmanna.

Mason er aðeins 29 ára gamall en hann er uppalinn hjá Tottenham og spilaði 70 leiki fyrir félagið ásamt því að skora 4 mörk.

Hann þurfa að leggja skóna á hilluna árið 2018. Mason varð fyrir höfuðsmeiðslum í leik Hull gegn Chelsea snemma árs 2017 sem varð til þess að hann var nær dauða en lífi.

Eftir fótboltaferilinn fór hann að huga að þjálfararéttindum og byrjaði að þjálfa yngri lið Tottenham en hann mun stýra aðalliðinu út þessa leiktíð.

„Þetta var frábært. Ég er svo stoltur af strákunum, þeir voru með mikla orku og sýndu mikið hugrekki og þá sérstaklega eftir fyrstu 20 eða 30 mínúturnar," sagði Mason.

„Við höfðum mikla trú og fylgdum leikskipulaginu þannig þeir eiga þetta fyillega verðskuldað skuldbindingin og orkan var frábær. Mér leið þannig að aðeins eitt lið myndi taka sigurinn, það var vissulega vonbrigði að markið hjá Son hafi verið dæmt af en það hafði engin áhrif á þá."

„Það eru margar ástæður fyrir því að þetta var mikilvægt kvöld. Það kom nýr stjóri inn og mikið hefur gengið á hjá félaginu á síðustu tveimur sólarhringum og svo var mikilvægt að ná í sigurleik. Við unnum sem betur fer en frammistaðan og orkan var mögnuð."


Mason vildi svo tileinka Ugo Ehiogu sigurinn en hann lést fyrir fjórum árum. Ehiogu spilaði 4 leiki fyrir enska landsliðið en eftir ferilinn þjálfaði hann hjá Tottenham í þrjú ár og stýrði U23 ára liðinu.

„Þetta er smá klisja en hugur minn var á þessum leik og það gekk mikið á í dag. Það var mikið annríki hjá félaginu og svo eru fjögur ár síðan Ugo Ehiogu lést þannig ég vil tileinka honum og fjölskyldu hans sigurinn. Allir hjá félaginu muna eftir honum og hugsa til hans," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner