Pochettino á radar Man Utd og Bayern - McKenna orðaður við Chelsea - Slot við Kökcu til Liverpool
   mán 22. apríl 2024 11:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu hvernig Antony fagnaði sigrinum - Vakið mikið umtal
Antony.
Antony.
Mynd: Getty Images
Manchester United vann sigur gegn Coventry í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar í gær. Man Utd náði að komast 3-0 yfir í leiknum en missti það niður í 3-3 á vandræðalegan hátt.

United var heppið að ná leiknum í vítaspyrnukeppni, en þar höfðu rauðu djöflarnir betur gegn Coventry sem er í áttunda sæti Championship-deildarinnar.

Það var áhugavert að fylgjast með viðbrögðum leikmanna Man Utd eftir að vítaspyrnukeppninni lauk. Flestir fögnuðu ekki mikið.

En Antony, sem hafði komið inn á sem varamaður í stöðunni 3-0, fagnaði og beindi fagnaðarlátum sínum að leikmönnum Coventry. Hann hélt um eyrun og horfði á leikmenn Coventry.

Á meðan Antony gerði þetta, þá gekk Harry Maguire að leikmönnum Coventry og tók í höndina á þeim.

Antony var keyptur til Man Utd frá Ajax fyrir 100 milljónir evra en hann hefur valdið gríðarlegum vonbrigðum hjá félaginu.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af þessu.Athugasemdir
banner
banner